Gaflarar

Sími 565-1993

Ráðgjöf við hönnun raflagna og lýsingar

Við tökum að okkur að hanna og veita ráðgjöf vegna raflagna og lýsingar

LýsingahönnunHönnun á lýsingu er mikilvægur liður í heildrænni hönnun nútíma heimila og fyrirtækja. Góð lýsing getur aukið vellíðan og jafnvel aukið vinnuafköst til muna. Við bjóðum einnig upp á hönnun á raflögnum, almennt, sama hvort um er að ræða raflagnir í heimahúsi eða stærri byggingum.

Ráðgjöf við hönnun raflagna

Gaflarar veita fjölbreytta ráðgjöf á sviði rafkerfa. Við hönnum raflagnir fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði og veitum jafnan ráðgjöf og höldum utan um hönnunarferlið. Við berum ábyrgð á verklegri framkvæmd og erum ráðgefandi í efnisvali og lausnum allt fram að lokaúttekt ef óskað er eftir því. Eftir að raflagnir eru tilbúnar og uppsettar eru þær alfarið á ábyrgð húseigenda. Raflagnahönnuður Gaflara ber ábyrgð á að kynna hvaða lausnir eru í boði og aðstoðar við að útfæra raflagnakerfi.

Ráðgjöf við hönnun lýsingar

Gaflarar taka að sér lýsingarhönnun innan- og utanhúss fyrir minni og stærri aðila, sem og lýsingu vega og opinna svæða. Við aðstoðum og veitum ráðgjöf vegna lýsingar. Þegar kemur að efnisvali, þá er yfirleitt um samvinnuverkefni að ræða milli hönnuða, rafvirkjameistara og húsbyggjanda. Mikilvægt er að vandað sé til verka og að þarfagreining liggi fyrir í upphafi.

 

Leave a Reply