Gaflarar

Sími 565-1993

Bruna-, innbrotsviðvörunar- og eftirlitsmyndavélakerfi

Gaflarar sjá um að setja upp brunakerfi, þjófavarnarkerfi sem og myndavélakerfi

security-alarm-systemGaflarar taka að sér að setja upp kerfi frá ýmsum umboðsaðilum slíkra kerfa, og aðstoðað við hönnun á þjófavarnarkerfum. Við sjáum einnig um uppsetningu á myndavélakerfum, hvort sem að það eru IP kerfi eða Coax kerfi, Gaflarar hjálpa þér með þetta allt.

Eftirlitsmyndavélakerfi

Gaflarar setja upp fjölbreytt úrval eftirlitsmyndavélakerfa og sum þeirra eru einnig með stafrænni upptöku. Við sníðum kerfin algerlega eftir þínum þörfum. Setjum upp allt frá einföldum þjófavarnarkerfum fyrir heimili og sumarhús en setjum einnig upp stærri eftirlitskerfi með hreyfanlegum myndavélum og fullkomnum eftirlitshugbúnaði. Þegar kemur að vali á eftirlitsmyndavélum, skiptir öllu máli að greina hverjar aðstæður eru og hvað eigi að taka upp nákvæmlega. Við útvegum fjölbreytt úrval myndavéla sem henta öllum aðstæðum.

Þjófavarnarkerfi

Við hjálpum þér að velja lausn sem hentar þér. Við veitum ráðgjöf um hvernig þjófavarnarkerfi hentar þér best og setjum það svo upp fyrir þig. Við setjum gjarnan upp þráðlausa skynjarar og tekur uppsetning því oft skamma stund.

Brunakerfi / brunaeftirlitskerfi

Gaflarar setja upp viðurkennd brunakerfi, sem henta jafnt fyrir heimili og skrifstofur. Einnig eru til rásaskipt kerfi sem eru einföld og henta í báta og addressukerfi sem gefa meiri upplýsingar um t.d. staðsetningu og henta því betur í stærri skip.

Leave a Reply