Savant er eitt fullkomnasta hússtjórnunarkerfi sem hægt er að fá í dag.
Með Savant er hægt að stjórna hinum ýmsu tækjum heimilisins það er ljósum, gluggum, gardínum og svo öllum sjónvarpstækjum og græjum sem þú ert með inná þínu heimili.
Leit að fjarstýringum er úr sögunni því öll stjórnun á tækjum er gerð með spjaldtölvum eða símum.
Lutron er Hússtjórnunarkerfi sem við erum einnig með og getur það stýrt ljósum, gluggum og gardínum o.fl.
Einnig það sem Lutron hefur upp á að bjóða eru gardínumótorar sem eru með öllu hljóðlausir og stýringar á þeim þannig að allar gardínur fylgjast að í keyrslu.